Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Samfélagsleg ábyrgð

Hjá Leigufélagi Búseta er lögð áhersla á sam­fé­lagsábyrgð og um­hverfisvernd

Með því að haga starf­sem­i starfseminni á sam­fé­lags­lega ábyrgan hátt látum við gott af okkur leiða um leið og við stuðlum að heilbrigðum vexti sem er til hags­bóta fyrir félagsmenn og sam­fé­lagið í heild. Hjá Leigufélagi Búseta er stunduð markviss stjórnun með það að leiðarljósi að bjóða upp á öruggt og traust húsnæði um leið og langtímahugsun er samofin menningu og starfsemi félagsins. Félagið starfar með sjálfbærni að leiðarljósi og leggur áherslu á að draga úr kolefnisspori félagsins og leggja sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Græn Búseta

Græn Búseta er hugtak sem móðurfélagið, Búseti húsnæðissamvinnufélag, notar yfir grænar áherslur í rekstri sínum. Þær teygja sig víða þegar kemur að starfseminni. Til þess að stuðla að umhverfisvernd erum við m.a. í samstarfi við Klappir, Orku náttúrunnar og Zipcar deilibílalausn. Mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins er gott samstarf við samfélögin sem er að finna í húsakynnum á vegum Leigufélags Búseta.

Samstarf um samfélag og umhverfi

Sjálfbær þróun í öndvegi

Festa

Búseti, móðurfélag Leigufélags Búseta, er aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Markmið Festu er að aðstoða fyrirtæki við að innleiða starfshætti um samfélagsábyrgð, auka vitund og hvetja til rannsókna um samfélagsábyrgð fyrirtækja í samvinnu við háskólasamfélagið.

www.festasamfelagsabyrgd.is

Grænni byggð

Grænni byggð er vettvangur um vistvæna þróun byggðar. Hlutverk þess er að veita hvatningu og fræðslu um sjálfbæra þróun byggðar með það að markmiði að umhverfisáhrif frá mannvirkjagerð, -rekstri og niðurrifi séu lágmörkuð. Búseti hefur verið virkur aðili að Grænni byggð frá árinu 2012.

www.graennibyggd.is

Nordic Built

Markmið Nordic Built sáttmálans er að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Búseti undirritaði sáttmálann árið 2013 og hefur lagt sig fram um að þróa mannvirki og stuðla að manngerðu umhverfi þar sem leit­ast er við að auka lífs­gæði, nýta sjálf­bærni og staðbundn­ar auðlind­ir.

Nordic Built sáttmálinn