Það geta allir sótt um íbúð hjá Leigufélagi Búseta og ekki er nauðsynlegt að vera félagsmaður til að sækja um. En þeir sem eru félagsmenn í Búseta húsnæðissamvinnufélagi hljóta forgang við úthlutun íbúða. Þá eru núverandi leigutakar í forgangi sæki þeir um flutning milli íbúða á vegum félagsins. Einfalt er að sækja um auglýstar eignir hér á vefsíðu félagsins. Hver eign er auglýst til leigu í sjö daga og er á þeim tíma hægt að sækja um hana. Ef um fleiri en einn umsækjanda er að ræða er dregið úr öllum umsóknum sem hafa borist í eignina. Á þennan hátt hafa allir jafna möguleika á að fá íbúð leigða í samræmi við viðmið félagsins.
Leigufélag Búseta er dótturfélag Búseta hsf og hefur það hlutverk að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að þú sem íbúi getur gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma en almennt þekkist á leigumarkaði. Á liðnum árum hefur Leigufélag Búseta lagt sitt af mörkum til að bæta hag þeirra sem kjósa að leigja. Þeir sem hafa áhuga á að leigja hjá Leigufélagi Búseta þurfa ekki félagsaðild, þeir sækja einfaldlega um auglýstar eignir hér á vefsíðu félagsins. Félagsmenn í Búseta njóta þó forgangs.