Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Greiðsla og innheimta

Leiguverð íbúðarinnar er uppgefið með hússjóði (þar sem við á) og tekur breytingum mánaðarlega í takti við vísitölu neysluverðs. Leigan greiðist fyrirfram með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindaga þann 6. hvers mánaðar. Hún er innheimt með kröfu í netbanka.

Fari reikningur fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Þá hefst eftirfarandi innheimtuferli: 

  • Ef leiga er ekki greidd á sjöunda degi mánaðar er send ítrekun til greiðanda. Kostnaður vegna ítrekunar bætist við kröfuna.
  • Ef leiga er ekki greidd þegar kemur að tuttugasta degi mánaðar er krafan send til innheimtufyrirtækis.
  • Innheimtubréf með lokaaðvörun fyrir lögfræðiinnheimtu er sent í lok mánaðar.
  • Innan sjö daga frá útsendingu innheimtubréfsins hringir fulltrúi innheimtufyrirtækis og gefur kost á að semja um heildarskuld.
  • Þegar 45 dagar eru liðnir frá gjalddaga reiknings tekur við uppsagnarferli sem felur í sér riftun samnings. Á þessu stigi er skuld farin í lögfræðiinnheimtu.

Leigufélag Búseta hvetur leigutaka eindregið til að hafa samband ef stefnir í vanskil til að semja um leiguskuld og komast þannig hjá aukakostnaði. Einnig er hægt að greiða inn á greiðsluseðil en þá þarf að hafa samband til þess að fá greiðslufrest á eftirstöðvarnar. Bent er á póstfangið fjarmal@buseti.is.