Athugið

Vafrinn sem þú ert að nota er í of gamallri útgáfu til þess að hægt sé að tryggja rétta upplifun við notkun hans. Sterklega er mælt með því að þú uppfærir vafrann. Smelltu hér til þess að fara á uppfærslusíðu Microsoft.

Uppfærslusíða Microsoft

Afhending íbúðar

Íbúðir Leigufélags Búseta afhendast hvítmálaðar og í góðu ásigkomulagi, við lok leigutímans skal skila íbúð í sama ástandi. Leigutaka er frjálst að negla nagla og setja upp gardínur til að skapa sér heimili en íbúðina þarf að færa til fyrra horfs við lok leigutíma. Við afhendingu íbúðar er farið yfir eignina að leigutaka viðstöddum þar sem báðir aðilar skrifa undir úttektarblað. Leigjandi hefur 30 daga frest til að gera athugasemdir við íbúðina vegna atriða sem hann telur að séu ekki í lagi. Leigutökum er bent á að mála ekki íbúð í dökkum litum enda ber leigutaka að skila eigninni í sama lit og hann tók við henni.

Leigusali ber ábyrgð á viðhaldi eldhústækja, svo sem ofns, helluborðs og gufugleypis. Leigutaki ber hins vegar ábyrgð á sturtubarka, sturtuhaus, klósettsetu ásamt læsingum, vatnskrönum, raftenglum og öðru smálegu. Skemmdir sem verða á innréttingum og gólfefnum greiðir leigutaki fyrir ef ekki er um að ræða eðlilegt slit. Gæta skal að því að húsgögn skemmi ekki gólfefni. Í húsaleigulögum er kveðið á um skiptingu ábyrgðar hvað varðar viðhald og endurbætur.

Leigufélag Búseta sendir tilkynningu til orkufyrirtækis og leigjandi velur sér raforkusala í framhaldi.

Leigjendur þurfa að huga að eftirtöldum atriðum við flutning:

  • Merkja dyrabjöllu og/eða póstkassa
  • Tilkynna til Þjóðskrár (www.skra.is) um flutning á lögheimili
  • Kynna sér húsreglur
  • Tilkynna Póstinum um flutning ef leigutaki vill nýta möguleika á áframsendingu pósts
  • Leigufélag Búseta mælir með að leigjendur tryggi innbú sitt gagnvart tjóni með innbústryggingu
  • Velja sér raforkusala. Hægt er að skoða samanburð hér.

Algengar spurningar varðandi afhendingu

Það þarf ekki að þinglýsa leigusamningum lengur til að fá húsnæðisbætur.

Við sjáum um að skanna samninginn inn og senda á HMS.

Upplýsingar um húsnæðisbætur finnur þú hér.

Þú hefur samband við eignaumsjón Búseta.

Þú getur sent inn viðhaldsbeiðni hér.